Lógó Hátinds 60+

Nafnið vísar til hátinds lífsins, bestu áranna í lífi fólks sem oft er sagt að séu eftir sextugt. Þá er fólk jafnan búið að ala upp börnin sín, borga niður lánin og getur farið að njóta lífsins bara fyrir sjálft sig.
Nafnið vísar sömuleiðis til þess einlæga vilja þeirra sem að verkefninu standa að það heppnist sem allra best og árangur af því verði sem mestur, öllum til góða.
Seinni hluti nafnsins, tindur, er vísun í fjöllin og nafn Fjallabyggðar.

Myndmerkið:

Hjartað táknar umhyggju, heilsu, vellíðan og lífið sjálft.    
Fjallið táknar hátind lífsins og er vísun í sveitarfélagið Fjallabyggð.    
Sjálfbærni er eitthvað sem við stefnum öll að. Hún er táknuð með eilífðarmerki sem vísar til framgangs tímans og hringrásar lífsins, sem á að vera eins gott og hægt er á öllum æviskeiðum.