Skálarhlíð

Skálarhlíð

Í Skálarhlíð er dagþjónusta aldraðra sem nýtist íbúum vel. Þar er boðið upp á morgunmat milli kl. 09:00 - 10:00, hádegismat kl. 12:00 og kaffi alla virka daga kl. 14:30.  Íbúar geta fengið heimilshjálp og heimahjúkrun. Íbúar geta fengið tengdan neyðarhnapp.

Dagþjónustan er opin alla virka daga á milli kl. 09:00 - 15:00. 

Í Skálarhlíð eru 29 íbúðir. Tíu stórar íbúðir og nítján litlar. Stærri íbúðirnar eru um 58 fm. minni íbúðirnar eru um 20 fm. og 28 fm. Íbúðunum fylgja geymslur sem eru 6 - 8 fm. Einnig er ein íbúð sem er 43 fm.

Í húsinu er sameiginlegt þvotthús. Efnalaugin Lind er með mjög góða þjónustu fyrir þá sem vilja koma og sækja þvott 1 sinni í viku og koma með hreinan þvott 1 sinni í viku.