Afþreying 67+

Dagskrár félagsstarfs aldraðra og dagdvöl eldri borgara í Fjallabyggð er að finna í flipunum hér fyrir neðan:

                 

Félagsstarf Skálarhlíð - Siglufirði                                                       Félagsstarf Hús eldri borgara í Ólafsfirð

Skálarhlíð - Siglufirði

Mánudagar:

  • Boccia
  • Félagsvist

Þriðjudagar:

  • Vansleikfimi
  • Leikfimi - Skálarhlíð salur
  • Handavinna/spil/samvera

 

Miðvikudagar:

  • Myndasýning
  • Bingó
  • Útiganga

Fimmtudagar:

  • Rækt - íþróttamiðstöð
  • Vatnsleikfimi
  • Leikfimi Skálarhlíð salur
  • Handavinna/spil/bridge

 

Föstudagur:

  • Boccia
  • Bæjarferð

Handavinna verður í Skálarhlíð 2x í viku með leiðbeinanda. Leiðbeinandi er Ásdís Baldvinsdóttir.
Boccia verður í íþróttamiðstöð 2x í viku.
Tímar í vatnsleikfimi x2 í viku og í tækjasal 1x viku. Leiðbeinandi er María B. Leifsdóttir íþróttafræðingur.
Tækjasalur líkamsræktar í íþróttahúsi er lokaður almenningi meðan tímar fara fram. Akstursþjónusta er í boði samkvæmt mati félagsþjónustu þ.e. hálfur eða heill dagur í dagdvöl ekki í einstaka liði félagsstarfs.

Dagdvöl aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði og á Hornbrekku á Ólafsfirði.

Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl aldraðra er veitt hjúkrunarþjónusta og aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu. Boðið er upp á flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklingsins, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Í tenglsum við dagdvöl er einnig starfrækt félagsstarf fyrir aldraða þar sem boðið er upp á félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju og skemmtun.

Greitt er fyrir þjónustu samkvæmt gjaldskrá.

Nánari upplýsingar gefa:
Helga Hermannsdóttir, Skálarhlíð, í síma 467-1147 og 898-1147
Birna Sigurveig Björnsdóttir, Hjúkrunarforstjóri og forstöðurmaður Hornbrekku, í síma 466-4060 og 847-0426