Námskeið og viðburðir undir formerkjum Hátinds 60+

Þeir sem náð hafa sextugsaldri eiga rétt til kaups á fjölbreyttum námskeiðum og viðburðum á Siglufirði og Ólafsfirði undir formerkjum Hátinds 60+

Haustið 2023 hófst samstarf við Heilsueflandi Fjallabyggð og var þátttökualdur færður niður í 50 ára. Skráning á námskeið og viðburði er í gegnum Sportabler inn á heimasíðu Fjallabyggðar og er bein slóð https://www.sportabler.com/shop/fjallabyggd/hatindur

Þeir aðilar eða félög sem hafa áhuga á að bjóða upp á námskeið eða viðburði endilega hafið samband við verkefnastjóra Hátinds 60+.

netfang: hannasigga@hatindur.is