11.08.2025
Tjarnarborg, miðvikudag 27. ágúst kl. 16:00
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á áhugaverðan og mikilvægan viðburð í Tjarnarborg þar sem fjallað verður um félagslega einangrun og leiðir til að sporna gegn henni.
Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur sérhæfð í geðheilbrigði aldraðra, og Svavar Knútur Kristinsson, heimspekingur og forvarnarfulltrúi, munu deila reynslu sinni og innsýn í þetta mikilvæga málefni. Þau hafa síðustu mánuði ferðast um landið í samstarfi við vitundarvakninguna Tölum saman á vegum félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, þar sem þau vekja athygli á áhrifum félagslegrar einangrunar og veita hagnýt ráð um hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum.