Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

11.08.2025

Tölum saman um félagslega einangrun - Fyrirlestur í Tjarnarborg 27/8 kl 16:00

Tjarnarborg, miðvikudag 27. ágúst kl. 16:00 Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á áhugaverðan og mikilvægan viðburð í Tjarnarborg þar sem fjallað verður um félagslega einangrun og leiðir til að sporna gegn henni. Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur sérhæfð í geðheilbrigði aldraðra, og Svavar Knútur Kristinsson, heimspekingur og forvarnarfulltrúi, munu deila reynslu sinni og innsýn í þetta mikilvæga málefni. Þau hafa síðustu mánuði ferðast um landið í samstarfi við vitundarvakninguna Tölum saman á vegum félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, þar sem þau vekja athygli á áhrifum félagslegrar einangrunar og veita hagnýt ráð um hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum.
30.06.2025

Gleði, keppnisskap og samfélagsandi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Fjallabyggð

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram með glæsibrag í Fjallabyggð um helgina, þar sem um 350 keppendur komu saman víðsvegar að af landinu til að taka þátt í fjölbreyttum keppnisgreinum. Mótið var sannkölluð veisla fyrir líkama og sál, og skein gleðin úr hverju andliti.
26.05.2025

Ringóhópur Fjallabyggðar tók þátt í móti á Akureyri

Laugardaginn 17. maí sl. tók Ringóhópur frá Fjallabyggð þátt í Ringómóti á Akureyri, þar sem hópnum var boðin þátttaka.
22.05.2025

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Fjallabyggð - Fjölbreytt dagskrá fyrir alla!

Búið er að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer dagana 27-29 júní næstkomandi hér í Fjallabyggð.

Á hátindi lífsins

 
Hátindur 60+ er metnaðarfullt nýsköpunar- og þróunarverkefni sem snýr að þjónustu við íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri. Verkefnið hefur fengið nafnið Hátindur 60+ og er samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðarklasa Norðurlands (Veltek).
 

 

Hátindur 60+ Njóttu

Frísk í Fjallabyggð

Í Fjallabyggð viljum við auka lífsgæði íbúa m.a. með því að stuðla að góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu. Meðal markmiða Hátinds 60+ er aukinn sveigjanleiki í þjónustu, fjölbreyttari afþreyingarmöguleikar og síðast en ekki síst að hámarka hamingjuna á hátindi lífsins.

 

Lesa meira