Frísk í Fjallabyggð

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að stefnumótun og greiningu um heilbrigaða öldrun í kjölfar öldrunar þjóða og breyttra aldurssamsetningu og hefur heill áratugur (2021-2030) verið tileinkaður “Heilbrigð öldrun”.

Við í Fjallabyggð erum engin undantekning þar á og er því verkefnið Hátindur 60+ kjörið tækifæri til þess að einmitt koma á móts við ört stækkandi hóp eldra fólks. Þær skilgreiningar sem settar eru fram af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni og Sameinuðu þjóðunum skiptast í fjögur áherslusvið. Þau eru:

1) aldursvæn samfélög
2) barátta gegn aldursfordómum
3) samþætt þjónusta og umönnun
4) endurhæfing, virkni, virðing, tækni og þátttaka við langtímaumönnun

Verkefnið Hátindur 60+ gengur út á að auka samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu í Fjallabyggð ásamt því að auka virkni einstaklinga sem náð hafa sextugsaldri. Ýmsir viðburðir og námskeið munu verða ayglýst sérstaklega fyrir þennan aldurshóp og eiga flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.