Hornbrekka

Hornbrekka

Hornbrekka er heimili fyrir þá sem hafa mat Færni og- heilsunefndar á þörf fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými.

Í dag búa á Hornbrekku 21 einstaklingar í hjúkrunarrými og 5 í dvalarrými.

Á Hornbrekku starfa um 40 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ófaglærðir, sjúkraþjálfari og matráður sem vinna allir með markmið Hornbrekku að leiðarljós.

Í Handbók fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila er teknar saman hagnýtar upplýsingar og reglur varðandi málefni íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

    Markmið og stefna Hornbrekku er að tryggja íbúum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins.
    Að veita bestu mögulegu þjónustu með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa.
    Íbúar heimilisins eru mismunandi og hafa mismunandi þarfir, starfsfólk leggur sig fram við að viðhalda og/eða bæta líkamlega, andlega og félagslega færni, efla og styðja sjálfræði og sjálfsbjörg við athafnir daglegs lífs og auka lífsgæði við breyttar aðstæður. 

Forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri Hornbrekku er Birna Sigurveig Björnsdóttir, netfang: birna@hornbrekka.is