Gulur september í Fjallabyggð – gönguhópar á Ólafsfirði og Siglufirði

Í dag, 10. september, tóku gönguhópar í Fjallabyggð virkan þátt í gulum september, alþjóðlegum vitundardegi um sjálfsvígsforvarnir. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve margir mættu í gulu til að sýna stuðning og samhug í tilefni dagsins.

Á báðum stöðum skapaðist frábær stemning með ánægjulegum umræðum, góðum félagsskap og kraftmikilli göngu þar sem þátttakendur lögðu að baki 3–4 km.

Á Ólafsfirði var gengið frá Hornbrekku og að lokinni göngu var boðið upp á kaffi og bakkelsi.

Á Siglufirði var gengið frá Ráðhúsinu og endaði gangan á ljúffengri súpu í hádeginu.

Við hlökkum til að sjá sem flesta áfram í gönguhópunum næstu vikurnar. Gulur september minnir okkur á að við erum aldrei ein og saman erum við sterkari.

Myndir hér