Hátindur og Norðurslóðaáætlunin (Northern Periphery and Arctic Programme)

Norðurslóðaáætlun er samstarfsvettvangur Evrópusambandsríkjanna Írlands, Svíþjóðar og Finnlands og svo Noregs, Íslands, Grænlands og Færeyja. Markmið Norðurslóðaáætlunar 2021-2027 er að stuðla að samstarfsverkefnum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum samstarfslandanna.

Dagana 24. og 25. ágúst fór fram undirbúningsvinna að umsókn þar sem Ísland, (Fjallabyggð og Veltek) ásamt Færeyjum, Svíþjóð (Region Västerbotten) og Írlandi (University of Limerick) munu sækja sameiginlega um styrk fyrir verkefninu:

“Connecting to isolated and mobile populations with culturally appropriate and co-createdintegrated health and care solutions”

Markhópar verkefnisins eru misjafnir innan þátttökulanda en Fjallabyggð og Veltek (Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands) lögðu til verkefnið Hátindur 60+þar sem þróun á breyttri þjónustu við eldra fólk í Fjallabyggð er útgangspunktur. Vinna að formlegri umsókn er hafin og verður henni skilað inn í nóvember næst komandi og er hún unnin undir handleiðslu Lisbeth Kjellberg ráðgjafa sem einnig hefur unnið með okkur í verkefni á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar.