Samráðsfundur Hátindar, HSN, HSU og Árborgar

Samráðsfundur
Samráðsfundur

Í apríl lok kom erindi frá yfirlækni öldrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands um fundarbeiðni hvað varðar samþættingarferli heilbrigðis- og félagsþjónustu í Fjallabyggð. Fulltrúar Hátinds og félagsþjónustu Fjallabyggðar sátu fundinn ásamt starfsmönnum HSN í Fjallabyggð, Starfsmönnum HSU og félagsþjónustu Árborgar. Miklar og góðar umræður sköpuðust og stefnir í að fleiri sveitarfélög fari í sömu vegferð og Fjallabyggð er í. Gaman er að segja frá því að Hátinds teymið verður í komandi viku með kynningu á verkefninu Hátindur 60+ fyrir starfshóp Dalvíkurbyggðar um stefnumótum í samþættri þjónustu við aldraða.