Veltek og Fjallabyggð taka þátt í undirbúningsverkefninu SelfCare

Svæði Northerns Periphery and Artic
Svæði Northerns Periphery and Artic
  • Frétt af heimasíðu Veltek

 

Veltek og Fjallabyggð taka nú þátt í undirbúningsverkefninu SelfCare, sem er hluti af NPA umgjörðinni (Northern Periphery and Arctic).

SelfCare verkefnið leitast við að bjóða upp á þjónustu sem tekur mið af ólíkum menningarheimum, gildum, og þörfum einstaklinga, og tryggja þannig sanngjarna meðferð sem byggir á virðingu við þá hópa.

Verkefnið leggur áherslu á eftirtalda hópa:

  1. Úkraínska flóttamenn á Írlandi sem hafa orðið fyrir áhrifum af átökum
  2. Samískum íbúum í dreifðari byggðum Svíþjóðar
  3. Eldra fólki sem býr í eigin húsnæði í Fjallabyggð, sem mætir erfiðleikum við að sækja sér heilbrigðisþjónustu.

Veltek leiðir íslenska verkefnið, með þátttöku Fjallabyggðar í undirbúningi og framkvæmd verkefnisins. Hinir þættir verkefnins eru undir stjórn heilbrigðisstofnunar Region Västerbotten í Svíþjóð, og Háskólans í Limerick á Írlandi.