Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

05.06.2023

Gott að eldast er aðgerðaáætlun ríkisins um þjónustu við eldra fólk.

Markmiðið með áætluninni er að samþætta þá þjónustu sem snýr að eldra fólki, um ræðir þjónustu á vegum sveitarfélaga líkt og félagsþjónustu og svo heilbrigðisþjónustu –heimahjúkrun með það að leiðarljósi að gera fólki kleift að búa lengur heima.
24.05.2023

Samráðsfundur Hátindar, HSN, HSU og Árborgar

Verkefnið Hátindur vekur athygli annara sveitarfélaga
19.05.2023

Háskóli þriðja æviskeiðsins

Birna og Hjördís frá U3A komu og kynntu starfsemi Háskóla þriðja æviskeiðsins
17.05.2023

Bjartur lífsstíll Ráðstefna um hreyfiúrræði 60+

Þann 16. maí sl. fór fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls sem er sameiginlegt verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara. Ráðstefnan var unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélags (HSAM).

Á hátindi lífsins

 
Hátindur 60+ er metnaðarfullt nýsköpunar- og þróunarverkefni sem snýr að þjónustu við íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri. Verkefnið hefur fengið nafnið Hátindur 60+ og er samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðarklasa Norðurlands (Veltek).
 

 

Hátindur 60+ Njóttu

Frísk í Fjallabyggð

Í Fjallabyggð viljum við auka lífsgæði íbúa m.a. með því að stuðla að góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu. Meðal markmiða Hátinds 60+ er aukinn sveigjanleiki í þjónustu, fjölbreyttari afþreyingarmöguleikar og síðast en ekki síst að hámarka hamingjuna á hátindi lífsins.

 

Lesa meira