Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

23.09.2024

Stefna tekin á Velferðartæknimessu að ári

Síðastliðinn miðvikudag fór fram Velferðartæknimessa í Fjallabyggð
05.09.2024

Samverustund á Síldarkaffi alla föstudaga til jóla

Síldarkaffi býður heldri borgurum í Fjallabyggð til samverustunda í Salthúsinu alla föstudaga kl. 13:30
29.08.2024

Fléttustyrkjum úthlutað í þriðja sinn. Tæplega 100 m.kr. til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Tíu íslensk nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðlar hljóta alls 12 styrki úr Fléttunni í ár. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti niðurstöður Fléttunnar árið 2024 við hátíðlega athöfn.
31.07.2024

Velferðartæknimessa í Fjallabyggð 18. september

Þar sem að við fengum væna sendingu af snjó og leiðinda veðri í júní sl. og fresta þurfti velferðartæknimessu vegna veðurs og færðar á vegum höfum við sett hana á dagskrá 18. september og vonum við að veðurguðinn verði okkur hliðhollur. 

Á hátindi lífsins

 
Hátindur 60+ er metnaðarfullt nýsköpunar- og þróunarverkefni sem snýr að þjónustu við íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri. Verkefnið hefur fengið nafnið Hátindur 60+ og er samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðarklasa Norðurlands (Veltek).
 

 

Hátindur 60+ Njóttu

Frísk í Fjallabyggð

Í Fjallabyggð viljum við auka lífsgæði íbúa m.a. með því að stuðla að góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu. Meðal markmiða Hátinds 60+ er aukinn sveigjanleiki í þjónustu, fjölbreyttari afþreyingarmöguleikar og síðast en ekki síst að hámarka hamingjuna á hátindi lífsins.

 

Lesa meira