Fréttir

Samráðsfundur og vinnustofa

Samráðsfundur Fjallabyggðar og HSN var haldinn mánudag 12. Júní sl. Farið var yfir þau verkefni sem unnið er að undir formerkjum Hátinds 60+. Einnig var rætt um að vinnustofu sem verður haldin 28. júní næstkomandi og ber heitið “Samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu þvert á skipulagsheildir og stjórnsýslustig”.

Gott að eldast er aðgerðaáætlun ríkisins um þjónustu við eldra fólk.

Markmiðið með áætluninni er að samþætta þá þjónustu sem snýr að eldra fólki, um ræðir þjónustu á vegum sveitarfélaga líkt og félagsþjónustu og svo heilbrigðisþjónustu –heimahjúkrun með það að leiðarljósi að gera fólki kleift að búa lengur heima.