Gleði, keppnisskap og samfélagsandi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Fjallabyggð
30.06.2025
Landsmót UMFÍ 50+ fór fram með glæsibrag í Fjallabyggð um helgina, þar sem um 350 keppendur komu saman víðsvegar að af landinu til að taka þátt í fjölbreyttum keppnisgreinum. Mótið var sannkölluð veisla fyrir líkama og sál, og skein gleðin úr hverju andliti.